- Skólinn
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
Nokkrir punktar um næstu daga.
- Skóli hefst á morgun samkvæmt stundatöflu hjá 2. - 10.bekk.
- 1. bekkur mætir í stofur 8:20 og svo er skólasetning í sal Hamarsskóla kl. 8:30, eftir það er stuttur foreldrafundur.
- Hádegismatur byrjar á miðvikudaginn og þangað til þurfa nemendur að mæta með tvöfalt nesti. Minnum á mikilvægi þess að hafa hollt og gott nesti.
- Hafragrautur byrjar strax í fyrramálið.
- Vegna viðgerða í sundlauginni er laugin lokuð amk næstu viku en nemendur í 2.-8. bekk mæta í sund samkvæmt stundatöflu og verða á útisvæðinu á meðan innilaugin er lokuð.
- Nú ættu flestir foreldrar að vera búnir að fá póst frá námfús um innskráningu. Þeir sem ekki hafa fengið geta haft samband við ritara.