Mikið um að vera í Hamarsskóla

4. ÍP unnu fyrsta góðgerðarbikarinn
4. ÍP unnu fyrsta góðgerðarbikarinn
Vikuna fyrir og eftir páska voru nemendur Hamarsskóla í örlitlu verkefni. Verkefnið fólst i því að gera góðverk og sýna samkennd til að auka jákvæðni hjá nemendum. Átakið kallast Góðgerðabikarinn. Nemendur fengu kynningu á þessu bæði með myndböndum og einnig fóru stjórnendur í stofur og kynntu verkefnið.
Verkefnið gekk vonum framar og heldur áfram fram að skólalokum. 
Með þessu viljum við upphefja góðmennsku og samkennd. Beina augum okkar að öllu því góða sem við gerum á hverjum degi.
Fyrstu vinningshafarnir voru í 4. ÍP og næst kom 3. KM.
 
Föstudaginn 23. apríl hefst lestrarsprettur í Hamarsskóla sem stendur til mánudagsins 3. maí. Á þessu tímabili munu nemendur auka lesturinn heima og hafa fengið lestrarhest með frekari útskýringum á því. Eftir ákveðinn fjölda mínútna sem lesnar eru fær nemandi geimskrímsli til að líma á geimskip árgangsins og auðvitað á að safna sem flestum.
 
Núna standa yfir þemadagar í Hamarsskóla. Þá er hefðbundið skólastarf lagt til hliðar og kennslan brotin upp með ákveðnu þema.
1. bekkur er að vinna söguramma um skilaboðaskjóðuna.
2. bekkur er með risaeðluþema.
3. bekkur er að vinna með söguramma um Sögur af Suðurnesjum.
4. bekkur með þema um himingeiminn.
Það er því mikið líf og fjör í Hamarsskóla og eiga kennarar mikið hrós fyrir skipulagningu.
Við vonumst svo eftir að geta sýnt foreldrum afraksturinn við tækifæri.