- Skólinn
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
Það er búið að vera ýmislegt um að vera hjá okkur í desember.
Föndurdagurinn í Hamarsskóla var 9.desember og heppnaðist mjög vel þrátt fyrir að geta ekki haft hann með hefðbundnu sniði.
Sama dag var jólasundmótið í 6. og 7. bekk. Nemendur stóðu sig virkilega vel og sigurverar voru:
6. bekkur:
25m skriðsund: Hekla Katrín Benonýsdóttir og Aron Gunnar Einarsson
50m bringusund: Arna Rún Gísladóttir og Lúkás Káza
Boðsund: Hekla Katrín, Hermann, Arna Rún og Lúkás
7. bekkur:
25m skriðsund: Elsa Sigrún Símonardóttir og Tómas Sveinsson
50m bringusund: Arna Gunnlaugsdóttir og Sigmundur Gísli Unnarsson
Boðsund: Sigmundur Gídli, Tómas, Elsa Sigrún og Arna.
Alltaf fallegt þegar nemendur synda með kerti með undirspil, Heims um ból
Föstudaginn 10. desember fékk unglingastigið fyrirlestur frá Sjálfsaga sem er fyrirtæki stofnað af hjónunum Margréti Láru og Einari Erni. Fyrirlesturinn var um mikilvægi hreyfingar og réttrar líkamsbeitingar, áhrif orkudrykkjaneyslu á svefn og hversu skaðleg mikil neysla á þessum drykkjum getur verið. Einnig fór Margrét Lára yfir nokkra þætti sem að nemendur geta nýtt sér til að auka andlegt heilbrigði sitt, mikilvægi svefns og aðferðir til að auka svefngæði. Hvernig nemendur geta byggt upp sjálfsmynd sína og verið þar með betur undirbúin til að takast á við streitu, mótlæti eða erfiðleika í leik og starfi.
8. bekkur á fyrirlestrinum