Innleiðingarteymi spjaldtölvuinnleiðingar í GRV stóð fyrir menntabúðum fyrir kennara skólans í gær.
Menntabúðirnar heppnuðust einstaklega vel og gaman að sjá hvað kennarar GRV eru margir komnir langt á veg í notkun á tækni í kennslu.
Búðirnar hófust með setningu á sal. Eftir það voru svokölluð hraðstefnumót þar sem það voru 10 stöðvar í boði og kynning á hverri stöð í 5mín og svo skipt þannig að allir fóru á hverja stöð. Dæmi um kynningar á þessum stöðvum: Google slides, Kami, Quizziz lesson, Imovie, Toontastic sögugerð, MOOC, Heimasiða í myndmennt, Flippgrid og svo var búnaðarbanki í andyri þar sem kennurum gafst tækifæri á að prufa þau tæki og tól sem við eigum, eins og makey makey, Dot og Dash forritunarvélmenni ofl.
Eftir smá kaffi voru kynningar í stofum og gátu þá kennarar valið sér tvær kynningar til að fara á, það sem í boði var:
Google calendar, Book creator, Google sites, tækni á yngsta stigi, Canva og app gerð í Google slides.
Hér má finna fleiri myndir frá deginum: https://www.grv.is/is/moya/gallery/index/index/_/menntabudir