Síðustu dagar skólaársins

Það var nóg um að vera í síðustu viku skólaársins. 

Öðruvísidagar/sólskinsdagar voru 2.- 4. júní. Þessir dagar voru vel nýttir í ratleiki, óvissuferðir og almennar gönguferðir um umhverfisstíga eyjunnar. Það var kærkomið að fá peningagjöf frá foreldrafélaginu sem nýttist mjög vel í þessa daga. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir.

May be an image of einn eða fleiri, sitjandi fólk, people standing og útivist
10. bekkur kláraði lokaverkefnin sín og var með kynningu fyrir foreldra og sýningu á básunum þann 2. júní. Eins og vanalega voru verkefnin fjölbreytt og skemmtileg og greinilegt að nemendur hafa lagt mikið í þau og svo skemmtilegt að enda skólaárið með þessum hætti. Verðlaunahafa og verkefnin sjálf má sjá hér: Lokaverkefni 2021 | Grunnskóli Vestmannaeyja (grv.is) 
 
Útskrift 10. bekkjar var svo haldin við hátíðlega athöfn í Höllinni þann 3. júní, þar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi, ástundundu, framfarir og verðlaun fyrir lokaverkefnin. Thelma Rós Eiríksdóttir og Oktawia Piwowarska fluttu útskriftarræðu fyrir hönd árgangsins og Jón Grétar Jónasson og Kári Steinn Helgason voru með tónlistaratriði.  
 
Föstudagin 4. júní voru skólaslitin, þau voru haldin í íþróttahúsinu og foreldrar gátu komið með nemendum í 1. - 4. bekk og það var kærkomið að geta boðið foreldrum aftur í viðburð í skólanum. Nemendur og kennarar kvöddu skólaárið saman og ekki laust við að sumir hafi átt erfiðara með að kveðja en aðrir.
Ýmsar breytingar verða eins og á hverju ári og mikilvægt að kvíða þeim ekki heldur líta á það sem tækifæri til að kynnast nýju fólki og mögulega mynda ný tengsl. 
Upplýsingar um nýja umsjónarkennara verða sendar á foreldra um leið og það er allt klárt.