Heimsókn frá forseta Íslands

Við í GRV fengum góða heimsókn síðastliðinn þriðjudag. En þá kom Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn í Barnaskóla. 

Hann hitti nemendur í 5. bekk sem voru að vinna verkefni um forseta Íslands, skjaldamerki og fána. 

Einnig hitti hann nemendur í 10. bekk í stærðfræðitíma og þau skoruðu á hann í leikinn "Boom" og stóð Guðni sig nokkuð vel.

Við þökkum kærlega fyrir góða heimsókn.