GRV hlýtur styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Það gleður okkur að tilkynna að skólinn þinn hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Í ár styrkir sjóðurinn 18 skóla um sem nemur rúmum 5 milljónum króna. Styrkir skiptast í tvo meginflokka, annars vegar er úthlutað um 1,9 milljónum króna vegna námskeiða sem kennarar geta sótt til að efla sig í forritunarkennslu og hins vegar er úthlutað um 3,4 milljónum króna til kaupa á smátækjum í forritunar- og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði sem hollvinir FF gefa sjóðnum árlega. 

Guðbjörg Guðmannsdóttir verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingu