Gjöf til skólans

Í haust fengum við í GRV frábæra gjöf frá Kvenfélaginu Heimaey. Gjöfin var peningur sem ætlaður var til kaupa á tæki sem gæti nýst vel í sérkennslu.

Í gær kom tækið loksins í hús, þetta er gagnvirkur skjár á hjólum, skjánum er hægt að halla á ýmsa vegu, hækka og lækka og færa auðveldlega til og frá, þetta er tæki sem mun nýtast sérlega vel .

Gunnhildur Hrólfsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir og Katrín Gunnarsdóttir gerðu sér ferð til Eyja í haust til að afhenda skólanum gjafabréfið.

Við í Grunnskóla Vestmannaeyja þökkum kærlega fyrir okkur.

Hér má sjá tvo drengi, Tjörva og Ingimar sem eru hæstánægðir með nýja skjáinn.