Fyrirlestur um skjánotkun og samfélagsmiðlanotkun barna - miðvikudag kl. 17:00

Næstkomandi miðvikudag kemur netumferðarskólinn í heimsókn í GRV. Þau verða með fræðslu fyrir 4.-7. bekk, fyrir kennara og svo verður fræðsla fyrir ALLA foreldra í sal Barnaskólans kl. 17:00.
Vonandi sjá flestir foreldrar sér fært að mæta.

Hvað segja rannsóknir okkur um stöðuna á miðlanotkun barna á Íslandi í dag? Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd fer hér yfir atriði í stafrænu umhverfi sem beri að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum.

 

Um fyrirlesara:

Skúli Bragi Geirdal - Verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd

Skúli Bragi Geirdal er fjölmiðlafræðingur að mennt og starfar sem verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Skúli stofnaði og heldur úti Tengslaneti um upplýsinga- og miðlalæsi á Íslandi. Auk þess felst starf hans m.a. í stefnumótunarvinnu, alþjóðlegu samstarfi, fræðslustarfi og umsjón með rannsóknum nefndarinnar á miðlalæsi sem unnar eru í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu. Nefndinni er ætlað það lögbundna hlutverk að efla miðlalæsi almennings og miða því verkefni hans að því að ná til fólks á öllum aldri til að auka færni þess í að nota samfélagsmiðla og leitarvélar og vera gagnrýnið á það hvaðan upplýsingar koma. Skúli er þá einnig stundakennari í fjölmiðlafræðum við Háskólann á Akureyri.