Framtak ársins 2022

Þróunarverkefnið Kveikjum neistann var valið framtak ársins 2022.

Fréttapíramídinn er afhentur árlega til einstaklinga eða stofnanna sem hafa skarað fram úr á ári hverju. Í ár voru veittar þrjár viðurkenningar: Eyjamaður ársins, framlag einstaklings til íþróttamála og framtak ársins. Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta afhenti viðurkenningar og gerði grein fyrir forsendum þeirra, en það er fréttamiðillinn Eyjafréttir sem veitir þessar viðurkenningar. 

Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd skólans og samstarfsaðila verkefnisins. 

Við í GRV erum virkilega stolt af þessari viðurkenningu, hún sýnir að það er áhugi á skólamálum í samfélaginu okkar og tekið eftir því sem vel er gert. Þróunarverkefnið fer vel af stað og starfsfólk GRV hefur staðið vel að innleiðingunni og viðurkenning sem þessi er gríðarleg hvatning fyrir okkur í GRV.

Hér má lesa frétt frá afhendingunni: Handhafar fréttapíramídans