Fræðslufundur fyrir foreldra í GRV - Kveikjum neistann

Gróskuhugarfar

Á morgun, fimmtudaginn 21. október klukkan 17:00, verður erindi fyrir foreldra og forráðamenn allra barna í GRV um gróskuhugarfar.

Ársæll Már Árnason prófessor við Háskóla Íslands mun sjá um fyrirlesturinn og fræða foreldra um hugtakið gróskuhugarfar. Fjallað verður um hvernig slíkt hugarfar eykur líkurnar á þrautseigju og vilja til að takast á við áskoranir og stór verkefni, og að leggja á sig vinnu við að æfa upp getu sem áður var ekki til staðar.

Fyrirlesturinn er í samvinnu við þróunarverkefni skólans Kveikjum neistann þar sem hugtakið gróskuhugarfar skipar stóran sess.

Erindið á morgun er ætlað foreldrum barna í 2. - 10. bekk. Ekki láta þetta framhjá ykkur fara.

Erindið verður í sal Barnaskólans klukkan 17:00.