Foreldrafundadagur

Fimmtudaginn 10. febrúar verða foreldraviðtöl í skólanum.

Þann dag fellur hefðbundin kennsla niður og nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtal við umsjónarkennara.

Við ætlum að hafa viðtölin með eðlilegum hætti sem þýðir að þið getið mætt með ykkar barni á fund í skólanum. En ef aðstæður eru þannig að þið hafið ekki tök á því að mæta í viðtalið, eruð t.d. í sóttkví eða einangrun, þá er boðið upp á rafræn viðtöl í þeim tilfellum. Þeir sem óska eftir rafrænum viðtölum þurfa að senda póst á umsjónarkennara barnsins og óska sérstaklega eftir því.
Foreldrar og elstu nemendur hafa fengið slóð í tölvupósti á líðankönnun sem á að vera búið að svara fyrir viðtalið, mikilvægt er að nemendur svari þessari könnun með foreldrum sínum.
Búið er að opna fyrir bókun í viðtöl á Mentor og endilega bókið ykkur á viðtalstíma sem fyrst.
Í mentor appinu birtist "flís" efst sem heitir "foreldraviðtal", þið smellið á hana og bókið viðtal.
 
Engin lýsing til