Fjölgreindaleikar í 1. - 7.bekk

Í siðustu viku, þriðjudag og miðvikudag voru fjölgreindaleikar í 1. - 7. bekk. 

Leikarnir byggja á kenningum Howards Gardners um fjölgreindirnar þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í. Með fjölgreindaleikum er verið að búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og skemmtun.

Nemendur unnu saman í liði og leystu margar skemmtilegar þrautir saman, bæði í Hamarsskóla og Íþróttahúsinu. Nemendur í 7. bekk eru fyrirliðar og sjá um að halda vel utan um hópinn sinn. Hvert lið fær svo stig á hverri stöð og einnig fá fyrirliðar stig. Í lokin eru svo veitt verðlaun fyrir stigahæsta liðið og stigahæstu fyrirliðana. 

Verðlaunaafhending var haldin í íþróttahúsinu á föstudaginn og Jarl stjórnaði fjöldasöng. 

Liðið sem vann í ár var nr. 24 og í því liði voru: Sigurrós, María Sigrún, Eyjólfur, Hrannar Páll, Ísold, Ísalind, Sara Kristey, Ólafur Helgi, Nökkvi Dan, Tryggvi Geir og Þór Alberts.

Stigahæstu fyrirliðarnir voru þær Oddný Bára og Sienna Björt.