Allt skólahald fellur niður fyrir hádegi fimmtudaginn 6. febrúar

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á landinu, þ.m.t. í Vestmannaeyjum, hefur lýst yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn og gildir þar til veður gengur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

Vegna hættustigs Almannavarna verða breytingar á starfsemi og þjónustu í stofnunum sveitarfélagsins.

Fólk er vinsamlega beðið um að vera ekki á ferli á meðan rauð viðvörun stendur yfir.

  • Allt leik- og grunnskólahald fellur niður fyrir hádegi fimmtudaginn 6. febrúar. Staðan verður tekin kl. 11:00 varðandi skólahald eftir hádegi.

 

Nánari upplýsingar má finna á vef Vestmannaeyjabæjar: https://www.vestmannaeyjar.is/mannlif/frettir/appelsinugul-vidvorun-i-kortunum