- Skólinn
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
Í haust bauðst nemendum í 6.-8. bekk að taka þátt í friðarveggspjaldakeppni Lions, 34 nemendur úr GRV sendu inn mynd í keppnina.
Þema fyrir árið 2021-2022 er We Are All Connected eða
Við erum öll tengd
Á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman.
Tengir okkur hvort öðru-samfélaginu og okkur öll hvar sem við erum í heiminum.
Á þessu ári bjóðum við ungu fólki að sjá fyrir sér, kanna og tjá sig sjónrænt um þessar tengingar
Dómnefnd á vegum Lionsklúbbsins í Vestmannaeyjum valdi mynd Bjarteyjar Óskar Sæþórsdóttur úr 7. bekk sem framlag skólans. Sú mynd var send áfram í næstu umferð þar sem 16 skólar kepptust um að fá að senda framlag Íslands í alþjóðakeppnina.
Myndin hennar Bjarteyjar Óskar var valin sem framlag Íslands. Erum við í GRV stolt af þessu flotta framlagi okkar í keppnina.