Menntamálaráðherra opnar nýja heimasíðu GRV

Lilja Alfreðsdóttir mennta - og menningarmálaráðherra heimsótti skólann okkar í dag og tilefni þess fengum við hana til að opna nýja heimasíðu GRV. 

Lilja skoðaði bæði skólahúsnæðin okkar, ræddi við nemendur og starfsfók og kíkti í heimsókn á Víkina 5 ára deild. 

Hér á heimasíðu GRV má finna allar helstu upplýsingar um skólann og við munum vera dugleg að uppfæra síðuna og setja inn nýjar fréttir. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með.