Nú er maí mánuður farinn af stað og styttist óðum í sumarið, í haust tekur svo skólaganga við í haust.
Það er að mörgu að huga þegar barn byrjar í skóla og verður upplýsingafundur fyrir forelda, þann 22. maí kl. 12:20-13:00 í sal Hamarsskóla.
Vonandi sjá flestir sér fært að mæta.
Vorskóli hjá börnunum verður þriðjudaginn 27. maí en þá munu börnin ykkar vera í skólanum eftir hádegi og hitta tilvonandi umsjónarkennara.
Umsóknareyðublöð verða svo sett í hólf nemenda á Víkinni, en einnig er hægt að sækja um rafrænt á vef Vestmannaeyjabæjar í gegnum mínar síður.
Ef þið ætlið að sækja um á Frístund fyrir ykkar barn, þá er það einnig gert á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í gegnum "mínar síður".
Hér má finna upplýsingabækling með helstu upplýsingum um skólann:
Hlökkum til komandi vetrar með ykkur.