4. bekkur kvaddur

 

Sjórnendur, kennarar og stuðningsfulltrúar í 4. bekk héldu smá kveðjustund fyrir þau síðastliðinn mánudag.

Þar var nemendum þakkað fyrir samstarfið í Hamarsskóla síðastliðin 5 ár.

Nemendur fengu svo litlar pizzur, kleinuhringi og safa.

Þau voru kát, glöð og nokkuð spennt að fara yfir í Barnaskólann. Við hlökkum til að taka á móti þeim þar.