Frístundaver

Frístund

Foreldrum barna í 1-4. bekk gefst kostur á hafa börn sín á frístund eftir hefðbundinn skólatíma. Frístund opnar alla virka daga eftir að skóla lýkur og er opið til 16:30.

Á frístund leitumst við eftir að bjóða upp á spennandi viðfangsefni. Markmið okkar á frístund er að bjóða upp á innihaldsríkt tómstunda- og frístundastarf í barnvænu umhverfi þar sem allir ættu að finna verkefni sér við hæfi. Þar leitumst við eftir að efla sjálfstæði og þroska barnanna í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Starfshættir einkennast af sköpun, frjálsum leik og vali á viðfangsefnum.

Frístund er opið alla virka daga þegar eða frá því að skóla lýkur og til 16:30. Átta til tíu starfsmenn vinna á frístund hverju sinni. Frístund býður upp á heilsdagsvistun flesta virka daga þegar skólinn er lokaður en þá er opið frá 07:45-16:30. Ef heilsdagsvistun er nýtt þarf að greiða aukagjald umfram mánaðargjaldið.
Frístund býður upp á fylgd á æfingar í nærumhverfi s.s. á æfingar í fótbolta, handbolta, fimleika og sundi. Einnig sækjum við börnin eftir æfingar sem koma til baka á frístund. Á frístund er einnig boðið upp á síðdegishressingu alla daga. Á heilsdagsdögum er morgunhressing, heitur matur í hádegi og síðdegishressing.

Allar umsóknir fyrir vistun á frístund skulu fara í gegnum íbúagátt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Aðeins er hægt að sækja um eitt skólaár í senn. Eftir að skólaári lýkur falla allar umsóknir úr gildi og þurfa foreldrar/forráðamenn að sækja um aftur ef þau ætla að nýta sér þjónustuna áfram.

Hér má sjá gjaldskrá frístundavers fyrir skólaárið 2024-2025

Yfirumsjónarkona frístundar er Sigurleif Kristmannsdóttir. Sími frístund er 488-2240/8417373 og netfang: sigurleif@grv.is

Hægt er að nálgast yfirumsjónarkonu í síma frá 09:00-16:00 alla virka daga. 

Starfsmenn frístundar skólaárið 2024-2025

  • Almar B. Hjarðar (stuðningur)
  • Dagbjört Ýr Ólafsdóttir
  • Dagný Jökulsdóttir
  • Daniel Esteves
  • Elfar Franz Birgisson
  • Hansína Metta Jóhannsdóttir (matráður)
  • Helena Hekla Hlynsdóttir (stuðningur)
  • Jakob Fannar Möller
  • Snæbjörn Jökulsson 
  • Susana Loreto
  • Stefán Róbertsson