Þriðjudaginn 3. desember ætlum við að halda okkar árlega jólasundmót fyrir 5. og 6.bekk.
Við munum byrja mótið á að allir keppendur og varamenn synda með kerti fram og til baka í lauginni á meðan Heims um ból er spilað.
Foreldrar og aðrir aðstandendur eru að sjálfsögðu velkomnir að koma og horfa á krakkana.