Námsver

Markmið skólans er að mæta sem best þörfum hvers nemanda. Á hverju stigi eru námsver starfandi þar sem tekið er á móti nemendum sem þurfa aðstoð við nám sitt eða þá sem betur hentar að vinna á rólegum stað. Kennari metur hvort nemandi þarf einstaklingsnámskrá og vinnur nemandi eftir henni ýmist inni í bekk eða í námsveri.

Námsver

Tilgangur námsvers er að þjónusta nemendur sem hafa ekki náð lágmarksfærni í ákveðnum námsgreinum og vinna með nemendum sem hentar betur að vinna í smærri hópum. Kennslan fer fram sem einstaklingskennsla eða hópkennsla og er námsverinu skipt í smærri einingar eftir þörfum hverju sinni. Nemendur sem starfa í námsverinu geta ýmist verið þar um skemmri eða lengri tíma, samtímis því að vera í almennum bekk. Stuðningsfulltrúar eru námsvers- og sérkennslunemendum til aðstoðar við athafnir daglegs lífs og sinna ýmsum stuðningi undir leiðsögn kennara.

Samstarf kennara og námsvers-kennara.

Umsjónarkennarar sækja um í námsver fyrir nemendur sína fyrir lok skólaárs, fyrir það næsta, foreldrar þurfa að samþykkja umsóknina. 

Nemendur í námsveri geta verið þar í skemmri eða lengri tíma, allt eftir þörf hvers og eins einstaklings. Námsverskennarar vinna náið með umsjónarkennurum að skipulagi náms nemandanna í námsverinu og að gerð einstaklingsnámskrá.

  • Í námsveri geta nemendur ýmist verið í stuttri lotu (4-6 vikur) eða allan veturinn.
  • Nemandi fær úthlutað 1 - 3 tímum á viku í því fagi sem hann þarfnast frekari þjálfunar en er hina tímana inni í bekk. Í einhverjum tilvikum er nemandinn með aðlagað námsefni frá námsveri inni í bekk.

 Verkdeild

Í Barnaskólanum er starfrækt verkdeild sem er úrræði fyrir nemendur með sértæk vandamál. Í verkdeildinni starfa tveir kennarar og tveir stuðningsfulltrúar og sinna þeir 6-8 nemendum á hverju skólaári. Foreldrar nemenda sem þurfa að nýta sér þetta úrræði þurfa að sækja sérstaklega um skólavist í verkdeildina og eru umsóknir teknar fyrir af sérstöku teymi á vegum GRV og skólaskrifstofunnar.

Skilyrði fyrir inntöku í verkdeild eru:

  • Að nemandinn eigi við fötlun eða mikla náms- og/eða hegðunarerfiðleika að stríða sem koma í veg fyrir almenn bekkjar- og/eða námsverskennsla nýtist honum.
  • Að búið sé að reyna til hins ítrasta að koma til móts við þarfir nemandans í bekknum sínum eða í öðrum úrræðum sem skóinn hefur yfir að ráða.
  • Að sérfræðiteymi/ráðgjafarteymi skólaskrifstofu geri athugun á námsferli og aðstæðum nemandans í skólanum og mæli með að hann fái inni í verkdeildinni.