Fréttir


Breytingar á skólahaldi á mið- og unglingastigi

18-11-2020

Breytingar á unglingastigi taka gildi á morgun fimmtudag.  

Stundatafla nemenda breytist örlítið og í einhverjum tilfellum styttist skóladagurinn hjá þeim. Nemendur munu fá meiri "pásur" milli kennslustunda t.d. til að fara út á skólalóð og hvíla sig á grímunni. Íþróttatímar verða með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu.

Valgreinar falla áfram niður á meðan takmarkanir eru í gildi. 

Grímuskylda er enn í gildi innandyra á unglingastigi þar sem ekki næst að viðhalda 2m reglunni og hámarksfjöldi í hverju rými er 25. 

 

Nemendur í 5. -7. bekk mæta í skólann eftir hefðbundinni stundatöflu á mánudaginn. Hádegismatur verður áfram ekki í boði á meðan takmarkanir eru í gildi, nemendur þurfa að taka með sér tvöfalt nesti.

Íþrótta - og sundtímar verða í íþróttahúsi og byrja þeir tímar á morgun fimmtudag, nemendur þurfa að mæta með íþrótta-/sundföt. 

Grímuskylda og 2m regla hefur verið felld úr gildi hjá nemendum í 5. -7. bekk. En áfram þarf að halda hámarksfjölda í 25 í hverju rými. 

 

Anna Rós Hallgrímsdóttir

Skólastjóri GRV