Fréttir


Skólahald mánudaginn 2. nóvember

01-11-2020

Stjórnvöld hafa tilkynnt um hertari reglur og takmarkanir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og ná þær til leik- og grunnskólastarfs. Reglugerð um hertara skólastarf er væntanleg í kvöld. Til að  veita starfsfólki skólanna svigrúm til að skipuleggja skólastarf í samræmi við þá reglugerð sem væntanleg er verður skólahald með eftirfarandi hætti mánudaginn 2. nóvember:

Leikskólar taka á móti nemendum kl. 10 að loknum starfsmannafundi

Skipulagsdagur verður í Grunnskóla Vestmannaeyja og því fellur hefðbundin kennsla niður

Heilsdagsvistun verður í boði í frístundaveri

Kennsla verður í tónlistarskóla, nánari upplýsingar koma frá skólastjóra

 

Nánari upplýsingar verða birtar á vef Vestmannaeyjabæar og GRV á morgun, mánudag.