Göngum í skólann

Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verður sett miðvikudaginn 8. september og lýkur formlega miðvikudaginn 7. október sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn.

Verkefnið hófst í GRV með Ólympíuhlaupinu þann 3. september og frá 8. sept hvetjum við nemendur til að koma gangandi, hjólandi í skólann.