Fræðsla fyrir foreldra - lesblinda

Snævar Ívarsson formann Félags lesblindra kemur í heimsókn í GRV  6. október næstkomandi.

Snævar mun vera með fræðslu fyrir nemendur á skólatíma og einnig verður fræðsla fyrir foreldra í sal Barnaskólans kl. 17:00.

Fjallað verður um hvað félag lesblindra hefur uppá að bjóða, hvaða hjálpartæki og bjargir eru í boði fyrir þá sem glíma við lesblindu, almennt spjall um þá reynslu að greinast
lesblindur og þá þjónustu sem félagið veitir lesblindum einstaklingum.
Sævar glímir sjálfur við lesblindu og getur því miðlað af sinni reynslu á vinnumarkaðnum sem og skólakerfinu.